Fílamaðurinn og saumaskapur.

Ég er eins og fílamaðurinn eins og er. Frown Ég var bitin svo mikið í gær að ég er að verða galin úr kláða. Er með allavega 11 á höndunum og svo tvö stór á vinstri kinninni, get eiginlega ekki látið sjá mig utandyra eins og er. Errm Ákvað að láta garðstörf eiga sig í dag þar sem ég hætti ekki á meiri bit í bili. Þannig að ég fór að gera annað sem ég er nú ekki þekkt fyrir sem var að gera við buxur og þar sem ekki er til saumavél hér að þá varð ég að gera þetta í höndunum. Ég hef nú vanalega hent þessu í mömmu bara, en það er víst ekki hægt þegar maður er í öðru landi ! Spurning upp á hverju maður tekur næst. Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá, væri samt til í að vera hjá þér frekar en hér í snjónum  Mæti kannski bara með saumavélina hennar ömmu og þá verðum við góðar saman

Sigrún (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 10:11

2 Smámynd: Ólöf

Já mér líst vel á það, komdu bara.

Ólöf , 30.10.2007 kl. 11:30

3 identicon

Takk fyrir, spurning um að slá til. Á mér fjarlægan draum um Ítalíu og sigla svo um Feneyjar  Má vera með saumavélar í siglingu ?

Sigrún (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 14:37

4 Smámynd: Ólöf

Hehe ég hef aldrei reynt að ferðast með saumavél þannig að ég er bara ekki viss. En já Feneyjar eru bara yndislegar !! Hef bara farið þangað einu sinni en á örugglega eftir að fara aftur !

Ólöf , 30.10.2007 kl. 14:54

5 Smámynd: Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir

Feneyjar eru frábærar og ef þið ætlið að stofna sauma-véla-klúbb þá vil ég fá að vera með ( sérstaklega ef að þú heldur fyrsta saumaklúbbinn) því að það er frekar ömurlegt verður og færð hér á fróni og ég væri alveg til í að taka að mér garðinn þinn ef þú leyfðir mér að vera.

Bestu kveðjur úr kuldanum.

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, 30.10.2007 kl. 16:39

6 Smámynd: Ólöf

Já ekki málið þú verður með. Það væri fínt að fá þig í garðinn, vantar sko hjálp við hann !!

Ólöf , 30.10.2007 kl. 21:41

7 Smámynd: Saumakonan

heyyy það eru til svona "ferðasaumavélar" sem eiga víst að vera alger snilld.   Hef að vísu aldrei prófað svoleiðis apparat... það yrði nú örugglega bara eins og með venjulegar saumavélar í mínu tilfelli... hata þessi tryllitæki og ef zik-zak saumurinn bilar hjá þér... þá er bara að hóa í mig þar sem ef ég reyni að sauma beint... þá verður það zik-zak!!!

Saumakonan, 30.10.2007 kl. 23:16

8 Smámynd: Ólöf

Ferðasaumavélar ??? Allt er nú til. En annars veit ég ekki hvað snýr upp né niður á saumavél, það vantar öll saumagen í mig.

Ólöf , 31.10.2007 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband