29.10.2007 | 09:31
Helgin.
Hvað skyldi ég hafa verið að gera um helgina ??? Vinna í garðinum !! Ekki eitthvað sem ég er mikið fyrir og þeir sem þekkja mig vita að ég er ekki með græna fingur ! En þessi garður hér er þvílík hörmung að ef það væri keppni um ljótasta garðinn að þá myndi hann vinna. Þannig að það var ákveðið að fara nú að reyna að taka til hendinni og reyna að laga hann eitthvað til. Ég er búin að vera að klippa niður greinar þar sem það þarf að taka nokkur tré. Og við það hitti ég ansi margar gerðir af dýrum, fullt af köngulóm stórum sem smáum, risa snigla, engisprettu og svo bévítans moskítóið sem er búið að bíta mig þvílíkt mikið. Svo er einhverskonar skúr hér í bakgarðinum sem á að vera undir eldivið en þegar við vorum komin aðeins inn að þá var nú minnst af honum heldur allskonar drasli sem auðvitað hefði átt að fara á haugana fyrir löngu síðan en það virðist ekki vera í lagi að henda neinu alveg sama hvort það séu ónýt verkfæri eða gamlar hurðir sem verða aldrei notaðar. En því verður hent núna en þetta er svo mikið að Geithafurinn verður að fá lánaðan stóran bíl til að það sé hægt að koma þessu á haugana. Semsagt mikið fjör og mikið gaman hér....NOT !!!
Ég reyndi að borga inn á skólann á laugardaginn en það er ekki hægt hér í bæ. Geithafurinn verður að fara fyrir mig á morgun og í vissan banka svo að þetta gangi. Bankinn sem við fórum í er á pósthúsinu þar er banki líka og wow hvað það getur tekið taugarnar að fara þar inn. Það voru allavega 5 að vinna en bara einn gjaldkeri og hún var að afgreiða. Þegar það er búið stendur hún upp og fer á bakvið og er þar góða stund en loksins kemur hún aftur og við förum til hennar og segjumst ætla að leggja inn á reikning. Þá fengum við fengum risa blað sem við áttum að fylla út, en það var um allt annað en að leggja inn á reikning svo við tölum við hana aftur og útskýrum aftur hvað þurfi að gera...jú annað blað fáum við en ennþá vitlaust þá gáfumst við upp.
Hef reyndar lent í því þarna að það er meira en erfitt að leggja inn á reikning þegar ég fór fyrir Geithafurinn að leggja inn á hann einu sinni að þá sögðu þær að það væri ekki hægt. Eigandi reiknings væri sá eini sem gæti lagt inn á sinn reikning. Gæti skilið svoleiðis ef það væri verið að taka út en þegar maður er að leggja inn....þetta er bara steypa.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.