26.10.2007 | 16:04
.......
Stundum getur Geithafurinn alveg gert mig geggjaða !!! í morgun áður en hann fór í vinnuna að þá var hann að stinga upp á hinu og öðru í hádegismat þar sem honum langaði í eitthvað gott. Ég reyndi að vera rosa góð og steikti kjúlla sveppi og sauð grjón...en nei þegar hann kemur í mat þá segir hann ...ehemm ég er ekki svangur mér var boðið í pizzu áðan. Bíði hann bara þar til ég elda eitthvað næst !! Hann reyndar reyndi að koma vel út og kom heim með gjöf handa mér, halloween kertastjaka.
Annars langar mig svo í kók zero !! er orðin alveg húkt á því en í þessari einu búð sem selur drykkjarvörur hér í bænum er ekki til kók zero !! Hvað gera bændur þá ??? reyna líklega að þrauka til morguns þegar það verður farið til Ravenna að kaupa inn. Ætla sko að komast í almennilega búð !
Langar líka svo að fara í raftækjabúð þar sem mig langar svooo í ipod ! Veit samt ekki hvort ég læt það eftir mér, þarf að skoða verð og þessháttar. Langar svo að geta haft einhverja góða tónlist að hlusta á þegar ég fer út að labba.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.