Úr einu í annað.

Það er reyndar ekkert að gerast hér þessa dagana. Það hefur verið rigning meira og minna þannig að ég hef verið ansi löt við að fara út. Skrapp reyndar áðan að kaupa mér lottó enda er það það eina sem hægt er að gera hér í bæ eftir hádegi á fimmtudögum. Matvörubúðin er lokuð og reyndar allar hinar líka, sem og kaffihús já bara allt held ég nema tóbaksbúðirnar. Þannig að ég skellti mér bara þangað aðað kaupa lottó og keypti mér tvo skafmiða í leiðinni og kom út í gróða...ekki stórum reyndar en allt í góðu meðan það er ekki tap. Tounge

Annars eru þvílík læti hér núna þar sem straukonan er hér. Held að ég hafi aldrei hitt háværari konu ! Það er reyndar mjög þægilegt að fá allt straujað en þetta getur gengið út í öfgar þar sem amma gamla vill láta strauja allt og hún er ekki hress þegar ég fer með minn þvott upp til að þurrka því ef ég þurrka niðri að þá er allt tekið og ég fæ það ekki afhent fyrr en það er búið að strauja.! Hún ætlaði til dæmis að taka af mér flíspeysu áðan þar sem það átti sko að strauja hana. Ég var nú ekki alveg á því !! 

Annars er stefnan tekin á að byrja í skólanum 12 nóv. þarf að fara í einhvern sérstakan banka til að borga inn á. Þarf að gera það á laugardaginn eða mánudaginn og þá get ég gengið frá þessu. Hlakka orðið til að byrja enda verður tilbreyting að vera alla vikuna í Ravenna en ekki hér í þorpinu.Smile Rútuferðinar meira að segja passa mér mjög vel bæði til að fara í skólann og heim þannig að þetta lítur bara vel út.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Saumakonan

Strauja flíspeysu???? Ja flest hef ég heyrt en.... ROFL!!!!     Hey annars... mátt alveg senda hana til mín þessa straukonu, vantar einmitt einhvern til að strauja þar sem ég hef ekki nennt því (nema í neyð) sl 2 ár!!!

Saumakonan, 26.10.2007 kl. 09:50

2 Smámynd: Ólöf

Hehe ekki málið hún er í póstinum. En já hér er reglan sú að ef það fer í þvottavélina að þá skal það straujað ...sama hvað það er.

Ólöf , 26.10.2007 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband