Hitaraunir.

Þegar það kólnar úti að þá verða húsin hér alveg skelfilega köld ! Hér inni var orðið ansi kalt á sunnudagskvöldið þá voru 17 gráður í húsinu og það er einfaldlega KALT !!!! Þá var hitakerfið sett á stað og jú þá lagaðist það en eiginlega einum of ! Núna eru rúm 22 stig og það er bara allt of heitt þar sem veðrið hefur lagast. Ég er að bíða eftir að Geithafurinn komi heim svo að hann geti slökkt á hitanum þar sem ég vil ekki fara að fikta í þessu. Það var víst skipt um allt hitadæmið í húsinu fyrir ca 3 árum og núna á að vera hægt að stýra þessu frá litlum tölvumæli en það er alveg sama hvað það er farið eftir leiðbeiningum að þá lækkar ekki hitinn ...bara hækkar. Og þótt mér finnist vont að vera í mjög köldu húsi að þá er það skrattanum skárra en allt of heitu. Ég get alltaf farið í peysu. Whistling

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Ólöf vertu svo væn að segja mér hvar úti á ITALIAN þú/þið búið. Sjálfur var ég þarna í tvígang, fyrst 1990 síðan 1994 fyrra skiptið var ég í bæ sem heitir PORTO-VERDE og víðar. Síðara skiptið var ég á skólaferðalagi um NORTH-ITALIAN.

Eiríkur Harðarson, 23.10.2007 kl. 21:34

2 Smámynd: Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir

Þú verður bara að vera á stuttbuxum og hlýrabol ef það heldur áfram að vera svona heitt.  Það rignir hér eldi og brennisteini, það fara vaxa á mann sundfit og tálkn ef það heldur svona áfram.  En hafðu það sem best.

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, 24.10.2007 kl. 08:25

3 Smámynd: Ólöf

Eiríkur, ég er í pínulitlum bæ sem sem er rétt hjá Ravenna. Er ekkert mjög langt frá Rimini og Feneyjum til dæmis.

Jóna vonandi fer vatnsveðrið að verða búið að sinni, ekki spennandi þegar þetta er marga daga í röð.

Ólöf , 24.10.2007 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband