20.10.2007 | 20:17
Kuldi !
Það er sko haustveður hér þessa dagana. Það rignir mikið og svo er þvílíkt rok. Við ætluðum að grilla í kvöld en snarhættum við það þegar það komu bara þrumur og eldingar og úrhellis rigning, spurning hvort það viðrar betur á morgun. Skruppum aðeins til Casalborsetti í dag þar sem ég ætlaði að taka nokkrar myndir en það varð ekki mikið úr því þar sem það var svo mikið sandrok að það var varla hægt að hafa augun opin. Tók nokkrar út í loftið og læt eina fylgja með hér af ölduganginum sem var við innsiglinguna inn í bæinn.
Ég ætlaði reyndar ekki að vera mikið úti í dag þar sem ég er ennþá slatti kvefuð en það plagar mig samt mest á nóttunni...spurning um að fara að snúa sólahringnum við svo að ég geti sofið. Pirrandi að vera að vakna á klukkutíma á fresti alla nóttina ...ég meira að segja gafst upp í nótt og fór fram og hitaði mér mjólk og fékk mér hunang út í...eins og mér finnst það vont !!
Athugasemdir
Sunnudagur til sælu fyrir þig

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 21.10.2007 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.