17.10.2007 | 17:56
Lasarus.
Eða eiginlega lasarusar hér á bæ. Geithafurinn er búinn að vera lasinn í nokkra daga og er að lagast og þá er ég að taka við. Ætla að vona að ég sleppi við að fara til læknis allavega, ég skrapp með Geithafrinum á mánudaginn og við þurftum að bíða í tvo tíma. Skemmtum okkur við að horfa á endurnar sem læknirinn er með í garðinum.
Er búin að fá kaffivél þannig að núna get ég fengið mér espresso aftur. Bara ljúft !!
Annars á ég mér skugga á kvöldin núna, gamli hundurinn kemur upp um sjö á kvöldin og sest á tærnar á mér og eltir mig hver skref. Ef ég sest niður að þá sefur hann við tærnar á mér, núna til dæmis heyrast bara hrotur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.