15.10.2007 | 16:22
Jólin Jólin.
Ég vissi eiginleg ekki hvað var að gerast í morgun þegar ég labbaði út í búð. Þegar ég kom á aðalgötuna að þá voru kallar uppi í stigum við alla ljósastaura. Ég hélt nú bara að það væri verið að laga eitthvað en þegar ég labbaði lengra að þá kom í ljós hvað þeir voru að gera...setja upp jólaskraut.
Mér fannst þetta ekki alveg passa í sól og blíðu að horfa á jólaskraut upp um allt. En það er víst komið fram í miðjan okt og þá byrjar jólafárið allstaðar !!

Athugasemdir
Ertu ekki að grínast? Fúlt ef rétt reynist, allur jólafílingurinn löngu löngu fokinn úr manni þegar jólin síðan koma. Reyndar svaf ég á mínu græna,
þegar þetta á að hafa verið að gerast
Eiríkur Harðarson, 15.10.2007 kl. 18:03
jólin jólin... jólin koma senn.... arggghhhh bara 69 dagar til jóla!!! hmm.. eða voru þeir 68?? whatever... ALLTOF STUTT!!
Saumakonan, 16.10.2007 kl. 09:48
Úff 69 dagar !!! Það er sko alltof stutt !! Spurning um að fara að kaupa jólagjafir
En já nei þetta er ekkert grín, það er sko búið að skreyta það eru þessar fínu slaufur og stjörnur til skiptis alla götuna.
Ólöf , 16.10.2007 kl. 11:19
Mér finnst alltaf gaman þegar ljósin koma upp því að það bætir svolítið upp birtuleysið hér hjá okkur, hvernig er það er mikill munur á birtu á sumri og vetri hjá þér?
Hafðu það sem best.
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, 16.10.2007 kl. 17:19
Já það er reyndar alltaf gaman þegar ljósin koma upp. Hér er soldill munur á birtu já. Núna fer til dæmis að dimma um 7 á kvöldin og það er orðið bjart rúmlega 7 á morgnana. En það er alltaf dimmt hér á kvöldin sama hvort það er sumar eða vetur. Hef reyndar bara verið hér einu sinni að sumri til en mér fannst þvílíkt gott að sofa í svona myrkri.
Ólöf , 16.10.2007 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.