Partur 3

Ég svaf svo að segja allan þriðjudaginn. Rétt fór út í búð og fór svo aftur að sofa og fór ekki á fætur fyrr en 17:30 þegar ég þurfti að fara að taka mig til þar sem ég tók rútuna til Ravenna til að hitta Geithafurinn þar sem við þurftum að versla smá. Á miðvikudaginn svaf ég til 11 um morguninn og ég var rétt að dröslast á fætur þegar amma kom upp til að vita hvort ég væri lifandi þar sem henni fannst eitthvað skrítið að ég væri ekki komin á stjá. Wink Er loksins að verða ég sjálf held ég en það tekur mig alltaf nokkra daga að jafna mig eftir svona ferðalag. Loftslagið er allt annað og virðist virka á mig eins og svefnlyf fyrstu dagana. Annars hef ég bara verið að ganga frá farangri og farið í gönguferðir til að sjá hvort að eitthvað hafi breyst hér og það virðist ekki vera....það er sama fólkið sem maður mætir og sami haninn sem galar allan daginn og sömu hundarnir sem gelta á mann. Smile  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkomin "heim"

Sigrún (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 23:13

2 Smámynd: Ólöf

Takk takk

Ólöf , 14.10.2007 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband