Partur 2

Við höfðum góðan tíma í Leifsstöð og var það fínt þar sem það er búið að breyta svo miklu síðan ég fór þar um síðast að það var gaman að skoða. Þegar komið var út til London settum við töskurnar í geymslu og tókum taxa í lítinn bæ ekki langt frá flugvellinum þar sem við fengum okkur Indverskan mat. Fínt að vera ekki allan daginn á vellinum þar sem það er alltaf svo troðið að það er varla hægt að setjast niður. Við tókum svo lestina til baka og biðum eftir að geta tjekkað okkur inn þar sem við ætluðum að versla smá eftir vopnaleitina. Við vorum með þeim fyrstu að tjekka okkur inn sem betur fer þar sem að þegar það var búið að þá trúðum við ekki hvað við sáum ! Það voru raðir út um allt til að komast í gegnum vopnaleitina, það tók einn klukkutíma að komast þangað og þegar það var búið tók við færiband þar sem maður átti að setja skóna sína. Fólk var orðið svo seint á ferð að það fór ekki í skóna aftur heldur hljóp bara með þá í fanginu að reyna að ná vélunum. Ég hætti við að versla, hljóp og keypti mér bók og svo fórum við bara í næstu röð sem var út í vélina. Shocking   Ég ætla ekki að lýsa því hvað ég var þreytt þegar ég komst á áfangastað enda fór ég beint að sofa !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband