Partur 1.

Ótrúlega sem síðasta vika hefur verið fljót að líða. Síðasta föstudag var kistulagning og mikið er ég fegin að það var annan dag en jarðarförin, en hún var á laugardeginum og svo var kaffi í hótelinu á eftir. En svo á sunnudaginn var pakkað niður og við vorum komin í Keflavík um 4 leytið. Ég á ábyggilega eftir að nota mér það aftur seinna að gista þarna þegar ég á flug snemma. En mér fannst samt skrítið að það virtist aldrei neinn vera við ég varð að bíða eftir að fá lykil í korter og sú sem lét mig fá hann gat ekki tekið við greiðslu og ég hafði loksins að borga eftir að hafa gert 5 tilraunir. Við fórum í göngu og fengum okkur að borða og tókum þessu bara rólega. Einu tók ég eftir að það var alltaf stoppað við gangbrautir það lá við að maður þyrfti bara að hugsa um að fara yfir og þá stoppuðu bara allir. Semsagt Keflavíkur veran var bara fín.Smile Við fengum svo keyrslu á flugvöllinn klukkan 5:30 á mánudagsmorguninn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sko það er örugglega best að búa bara í Keflavík, var einmitt að  tala um það við Ásu (í erfidrykkjunni) hvað suðurnesin heilla ;)

Sigrún (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 23:11

2 Smámynd: Ólöf

Já spurning um að flytja bara á suðurnesin ég væri alveg til í það.

Ólöf , 14.10.2007 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband