1.10.2007 | 14:41
Allt að koma.
Þetta er allt að smella saman hjá mér ég ætla að reyna að klára í fyrramálið það sem ég nennti ekki að gera í dag og þá er ekkert nema bara að pakka niður og svoleiðis eftir. Er búin að bóka mér gistingu í eina nótt fyrir flugið svo að það þurfi ekki að vera að keyra mann á flugvöllinn um miðja nótt eins og stundum áður. Enda fínt að geta sofið eins lengi og hægt er þar sem þetta er slatti langt ferðalag. Flugið líklega um 5 tímar í allt en reyndar í tveimur hollum og með 8 tíma bið á milli þannig að þetta verður laaaaangur dagur. Ég er samt mikið fegin að þurfa ekki að fara ein, hef reyndar oft gert það en það munar ótrúlega miklu þegar það þarf að bíða svona að hafa einhvern með sér.
Athugasemdir
Hvar fékkstu gistingu ? Þú verður þá bara að hanga á börunum á flugvöllunum, á milli fluga
Það getur stytt tímann hehehehe....
Sigrún (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 21:50
Barirnir eru nú oftast stappaðir þarna en það er spurning um að troða sér inn, það eru þó allavega sumstaðar fín sæti þar.
Ég pantaði mér gistingu á stað sem heitir alex og er rétt hjá flugvellinum sýnist mér á öllu.
Ólöf , 2.10.2007 kl. 09:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.