30.9.2007 | 12:28
Nóg að snúast.
Ég er búin að vera að skoða það sem liggur fyrir næstu daga og það er alveg slatti sem ég þarf að gera. Nenni samt bara engan veginn að fara að pæla í farangri og þess háttar. Þarf að rífa mig upp á rassgatinu og reyna að klára sem mest á morgun, svo það sé ekki eftir síðar í vikunni.
Er líka að skoða gististaði í Keflavík eða nágrenni er að hugsa um að vera þar nóttina fyrir flugið þar sem það er eldsnemma. Ef einhver getur mælt með stað vinsamlegast skildu eftir komment.
Athugasemdir
Hva, áttu ekki fullt af frændfólki á þessum slóðum ?
Annars er eitthvað hótel í Keflavík sem sér (eða amk. sá) meira að segja um akstur á fólki uppá völl.
Sigrún (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 17:00
Jú reyndar er náttúrlega fullt af ættingjum þarna.
En kann nú ekki alveg við að banka uppá og biðja um gistingu þannig að ég var meira að pæla í hóteli eða gistiheimili. 
Ólöf , 30.9.2007 kl. 18:53
Hehehehe... skil þig
Hér er hótelið í keflavík http://www.hotelkeflavik.is/
Sigrún (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.