15.9.2007 | 14:07
Laugardagur.
Þvílíkt veður þessa dagana ! Ég skrapp út í búð og í Tryggvaskála á tombólu þar sem er einhver markaður í tilefni afmælisins, og ég held ég látið það duga í dag ! Held mig bara innandyra þar til á morgun. Meira að segja Ingólfsfjall er hvítt niður í hlíðar....birrr birr !! Er ekki alveg komin í vetrarfíling ennþá.
Annars er ekki mikið að gerast, ég hef reyndar ekki verið mikið hjá gömlu konunni síðustu daga er búin að vera eitthvað hálf slöpp og var eiginlega bara búin á því. Enda er kannski ekki sniðugt að smita hana af einhverju kvefi og óþverra ef hægt er að komst hjá því.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.