13.9.2007 | 11:45
Fimmtudagur.
Það var ansi ljúft að sofa út í morgun. Var heima í nótt en í burtu þá síðustu, veit ekki ennþá með þá næstu en það kemur í ljós. Var í gær að reyna að hnýta nokkra lausa enda og klára smá sem lá fyrir og held að allt sé bara í nokkuð góðum málum eins og er. Það var reyndar ekki gaman að vera á ferðinni í gær í allri rigningunni !! Oj bara !
En annars er vika á morgun síðan ég vann minn síðasta dag, mér finnst það vera mikið lengra! Tíminn er greinilega eitthvað að hægja á sér á miðað við hraðferðina sem var í allt sumar.
Athugasemdir
vonandi fer nú eitthvað að róast um hjá þér ljúfan... sendi hughreystistrauma héðan frá langtíburtistan
Saumakonan, 14.9.2007 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.