11.9.2007 | 11:54
Andlaus.
Ég er eitthvað voðalega andlaus eins og er. Svaf reyndar heima í nótt og náði þá ágætis svefni eftir tvær nætur í burtu. Veit ekki ennþá hvar ég verð í nótt, en það kemur í ljós þegar líður á daginn. Var reyndar svo búin á því í gærkvöldi að ég var ábyggilega sofnuð um leið og ég lagðist á koddann sem var bara um 10. Ekki oft sem það gerist ! En annars er ekkert að frétta af mér ég geri lítið þessa dagana nema að fara á milli heimilis og íbúðarinnar hennar Ömmu.
Athugasemdir
Hugsa til ykkar - vonandi hafið þið það eins gott og hægt er.
Sigrún (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.