7.9.2007 | 20:57
Þá er vinnan búin !!
Þá er ég laus úr vinnunni ! Það er ansi ljúft, á ekki von á að vinna meira þarna í bili en það er aldrei að vita ef að þeim vantar að þá kannski hleyp ég í skarðið.
Annars er ég bara þreytt, var búin að vera hjá ömmu í nokkrar nætur og aðfaranótt miðvikudagsins svaf ég sama og ekkert þar sem það er komin súrefnisvél þar inn og ég er mjög viðkvæm fyrir hávaða og get ekki sofið ef eitthvað er í gangi. Þannig að í gær mætti ég svo að segja ósofin í vinnuna. Og auðvitað var þá brjálað að gera !! Einn sá brjálaðasti dagur sem ég hef verið þarna í sumar þannig að þegar heim var komið var ég bara vindlaus og er eiginlega ennþá. Ætlaði ekki að trúa því að það væri kominn tími á að fara í vinnuna í morgun þegar klukkan hringdi þar sem mér fannst ég vera nýfarin að sofa. En ég get allavega sofið út á morgun en svo tek ég líklega næturvaktina aftur annað kvöld, allavega eina nótt en það er spurning hvernig þessu verður raðað niður, þar sem það þarf að vera hjá henni allan sólarhringinn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.