6.8.2007 | 20:48
Vinna og köttur.
Ekki mikið í gangi hjá mér um helgina nema bara vinna og vinna. Var samt bara hin fínasta helgi og hin fínasta vakt. Er samt mjög fegin að vera komin í tveggja daga frí núna.
Mér brá reyndar ekkert smá í gærkvöldi. Ég var ein heima og var að fara að sofa þegar að ég heyri bang....eins og eitthvað detti í gólfið , og ég vissi að hitt heimilisfólkið væri ekki komið heim þannig að þetta væru pottþétt ekki þau. Ég dríf mig fram og hverju mæti ég jú ketti sem hafi brugðið sér inn um eldhúsgluggann til að ná sér í kjúkling sem var þar á borðinu. Við athæfið hafði hann hent hluta af matnum á gólfið og það hefur verið það sem fékk mig til að hrökkva i kút !
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.