30.7.2007 | 16:34
Tíminn.
Eins og ég hef nú stundum talað um hér á blogginu að þá líður tíminn skelfilega hratt þetta sumarið. Mér finnst ég vera nýbyrjuð að vinna en þegar ég var að skoða dagatalið áðan að þá kom í ljós að ég á bara eftir að vinna þrjár helgar ! Er reyndar að vinna aðra hverja en mér er alveg sama. Sumarið verður búið áður en maður snýr sér við.
Athugasemdir
Hæ Lölla. Var að koma heim úr sumarfríi. Hvenær ferðu út aftur til Ítalíu og er Geithafurinn á Selfossi?
Kveðja , Magga Auður
margrét auður (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 21:06
Ég fer út um miðjan September en Geithafurinn er ekki hér núna, hann var hér í tvær vikur í júni.
Ólöf , 31.7.2007 kl. 23:01
Sama segi ég, mér finnst ég bara nýbúin í skólanum og hann byrjar eftir þrjár vikur, reyndar hlakka ég bara til því að þetta er næst síðasta önnin
Svo fer ég til Ítalíu í næsta mánuði, er ekkert smá spennt, hafðu það gott
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, 1.8.2007 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.