Það hafðist !

Það hafðist loksins hjá mér að skella mér í Selfoss bíó, er búin að vera á leiðinni lengi en hef aldrei látið verða af því. Maður var í mörg ár búin að tala um að hér vantaði bíó og þegar það er komið að þá fer maður aldrei. Cool En ég allavega skellti mér á Happy Potter...ehemm hvað annað. Tounge Þóra systir fór með mér þar sem hún gat ekki hugsað þá hugsun til enda að ég færi ein. Ég hef nú farið ein í bíó og finnst það bara í fínu lagi en það eru víst ekki allir á sömu skoðun. W00t  En mér fannst myndin fín og bara hin ágætasta skemmtun en Þóra var ekki alveg á sömu skoðun þar sem hún er ekki Potter aðdáandi. En allavega later er farin í hundagöngu...það er fastur punktur hér öll kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband