7.7.2007 | 20:52
070707
Bara leti í gangi hér eftir vinnu í dag. Er eitthvað skelfilega þreytt þess dagana en á bara eftir að vinna í 3 daga og þá fæ ég sex daga frí og það verður sko ljúft ! Er búin að sanka að mér nokkrum bókum út bókasafninu þannig að ég hef nóg að lesa þessa daga og þannig vil ég hafa það. Verð alltaf að hafa eitthvað að lesa. En annars kemur náttúrlega aðallesefnið seinna í mánuðinum þegar Harry Potter kemur út !! Alveg must að fjárfesta í henni.
Athugasemdir
lesa hvað... fáðu þér handavinnu!!!!
Heldur geðheilsunni í lagi (allavega hjá mér) 
Saumakonan, 8.7.2007 kl. 14:12
Úff nei handavinna og ég eigum ekki samleið , er með 10 þumalputta í svoleiðis.
Ólöf , 8.7.2007 kl. 14:59
Ég elska bækur og skil þig vel...........ég hef oft byrjað að prjóna, suma, bródera og hvað þetta kallast nú allt saman og þetta endar alltaf allt óklárað ofan í kassa. Þegar ég verð orðin svaka klár listamaður skal ég skipta við þig saumakona á málverki og hlýju teppi
Hafðu Það gott ólöf og njóttu þess að liggja í leti yfir góðri bók, ég mæli með Hvítt á svörtu eftir Ruben Gallego......ótrúleg sönn saga um ótrúlegustu raunir.
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 9.7.2007 kl. 01:17
Takk Elín ég þarf að lesa hana
Ólöf , 9.7.2007 kl. 15:55
LOL aj aj... 10 þumalputtar eru ekki góðir í fínverkin
Elín... hvusslags... fékkst þú ekkert af genunum hennar ömmu????? (sumir segja að ég hafi fengið OF mikið af þeim *flaut*)
Saumakonan, 9.7.2007 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.