4.7.2007 | 16:21
Sitt lítið af hverju.
Ekkert smá gott veður í dag og það má eiginlega segja það að það hafi verið ólíft í eldhúsinu ! Enda kannski ekki skrítið þegar ofnar og eldavélar eru á fullu, og það er svona molla úti en þetta hafðist nú allt eins og alltaf og við fengum að fara klukkutíma fyrr vegna veðurs.
Skrapp þá í apótekið að kaupa mér ofnæmislyf þar sem ég verð að innbyrða mjög mikið magn af þeim þessa dagana en wow hvað þetta kostar mikið !!!! Ég er eiginlega ennþá í áfalli eftir að kaupa 20 töflur og augndropa !!
Ákvað að koma aðeins við í Nóa og þar rakst ég á Þórunni frænku sem ég hef bara ekki hitt í mööööörg ár....held bara ekki síðan við fórum saman á Rammstein hérna um árið. Þannig að það eru nú komin nokkur ár, en það var virkilega gaman að sjá hana aftur
Er núna komin í eins dags frí og ég get ekki annað sagt en að það sé ljúft !! Langaði ekkert smá að sofa aðeins lengur í morgun en verð ábyggilega vöknuð fyrir allar aldir á morgun þegar að ég má sofa. Verð svo að vinna næstu fimm daga allavega þannig að það er bara nóg að gera eins og er. Er samt smá kvíðin fyrir seinni partinum af sumrinu, held einhvernvegin að hann gangi ekki alveg eins vel og sá fyrri því að þá verða eiginlega allar þessar gömlu og vönu í fríi, en þetta hlýtur að hafast eins og alltaf.
Athugasemdir
Vertu bjartsýn stelpa!!! Það sem þú ætlar þér það GETURU!! Þótt þessar gömlu og vönu fari í frí þá ertu búin að sjá hvernig þær hantera hlutina og isss þú getur þetta leikandi létt
Knús á þig ljúfan 
Saumakonan, 4.7.2007 kl. 21:28
Takk takk Sumakonan
Mig vantar stundum bjartsýnina en mikið rétt ef maður segir ég get og skal að þá gengur þetta nú oftast upp 
Ólöf , 5.7.2007 kl. 15:33
Það vill því miður oft verða of mikið að gera.....ég kannast við þetta allt saman..........good luck to you og takk fyrir að gerast bloggvinur minn
Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 7.7.2007 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.