12.6.2007 | 15:58
Tíminn.
Mér finnst tíminn líða svo hratt þessa dagana ! Mér finnst ég vera ný komin á klakann en er víst næstum búin að vera í mánuð sumarið verður búið áður en við er litið með þessu áframhaldi.
Ég er núna komin í fimm daga frí sem er bara ljúft Það hefði samt hentað betur að ég hefði frí eftir helgina þar sem að þá er Geithafurinn kominn en það er víst ekkert við því að gera. Hefði kannski getað farið að reyna skipti og eitthvað vesen en bara nenni því ekki þar sem það er mannahallæri og erfitt að manna suma daga. Ein er puttabrotin og svo eru sumarfrí og aukafrí þannig að ég ákvað að vera bara ekkert að standa í einhverju veseni. Enda fæ ég nú alveg nokkra daga frí á meðan hann er hér.
Athugasemdir
já hvert flýgur tíminn?????? Unginn sem ég gaut úr mér í "gær" er að verða 1 árs!!!
Saumakonan, 14.6.2007 kl. 00:00
Væri ekki ráð að reyna að hægja aðeins á tímanum
Brynja Hjaltadóttir, 14.6.2007 kl. 00:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.