10.6.2007 | 18:45
Pirri pirr.
Hvað er í gangi í búðum nú til dags ! Þegar ég var í búð fyrir nokkrum árum síðan að þá átti kúnninn að vera númer eitt og maður átti að vera voða þjónustulundaður og kurteis. Í dag er þetta mikið breytt ég hef farið í nokkrar búðir hér á svæðinu síðustu vikur og í einni var starfsmaðurinn svo niðursokkinn í að lesa blað að hann mátti varla vera að því að afgreiða. Í annarri var afgreiðslu stúlkan svo hæg að ég hélt að ég myndi halda jólin þar og svo í dag að þá fór ég í búð og þar voru tveir kassar í gangi og langar biðraðir en hinir starfsmennirnir sem voru allavega fimm sem ég sá gengu saman í hóp og ræddu um hvað einhver strákur væri sætur !
Auðvitað er kannski gott að það sé smá meira frelsi í þessum störfum heldur en var, maður mátti ekki einu sinni hafa vatn á flösku hjá sér á kassanum en núna er drukkið og tuggið tyggjó eins og hver vill virðist vera. En vó hvað ég er ekki búðarlega sinnuð þessa dagana og eftir þessa ferð í dag að þá held ég að ég reyni í lengstu lög að láta búðarferðir vera !!
Athugasemdir
Já það er rétt að það er mikið af ungu fólki að vinna við afgreiðslu sem fær ekki rétta leiðsögn. T.d er ég hætt að nenna að fara á pizzustaði að láta þreytta þunna unglinga afgreiða mig sem eru að vinna fyrir pening fyrir inneign á gemsana og afborganir af bílalánum. Sorry ekki fordómar en staðreynd og hafði ekki taugar í þetta alla vegna hér á Rvk. En svo er það hin hliðin ,, ég er að afgreiða í hlutastarfi í verslun og ég er nú ansi oft hissa hvað kúnar leyfa sér að segja við mann og pirra sig yfir. Það sem kemur mér mest á óvart er að eldri borgarar geta verið mjög dónalegir og það segja samstarfsmenn mér yngri sem hafa unnið í bónus eða hagkaup að það séu verstu kúnnarnir..
Hheheh Lölla áttum við ekki 20 ára gagnfræðaprófsafmæli,,, kannski erum við bara orðnir eldri borgara kúnnar.
Kveðja magga auður skólasystir
margrét auður (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 00:23
Já það er alveg satt að kúnnar nú til dags eru skelfilega dónalegir oft á tíðum. Þeir voru það þegar ég var í búð fyrir ansi mörgum árum síðan og hafa eflaust farið versnandi allavega virðist mér það á sögum sem ég hef heyrt. Ekki sjens að ég gæti unnið í búð í dag....
En hehehe já kannski telst maður bara orðið til eldri borgara kúnna...spurning um að fara að athuga hvort að maður eigi ekki rétt á eldri borgara afslætti
Ólöf , 12.6.2007 kl. 15:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.