Nóg að gera.

Meira en nóg að gera þessa dagana ! Brjálað að gera í vinnunni og það myndi ekki veita af að vera klónaður þar stundum, en ennþá hef ég bara gaman að þessu Smile. Held samt að fyrri parturinn verði skemmtilegri en sá seinni en það kemur allt í ljós þegar kemur að júli og fólk fer að koma inn úr fríi og aðrir fara. En ég semsagt á mér ekkert líf eins og er nema bara vinna og vinna en það kannski breytist nú þegar líður á mánuðinn þegar Geithafurinn ætlar að koma á klakann í tvær vikur þá kannski reynir maður að dröslast eitthvað meira um.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Saumakonan

iss þú myndir kvarta ef þú þyrftir að vera bara heima og gera ekki neitt    En.. allt er gott í hófi og ekki útkeyra þig algerlega.. verður nú að hafa smá orku þegar Geithafurinn kemur í heimsókn *tíst*

ps... kannast þú við eitthvað sem heitir IRK??   Verð aðeins að svala forvitninni hehe

Saumakonan, 4.6.2007 kl. 21:11

2 Smámynd: Ólöf

Já var búin að fá nóg af því að vera heima í bili ! Fínt að hafa nóg að gera   

Kannast við irkið já en hef aldrei komist upp á lagið með að nota það og hef ekki haft það í tölvunni árum saman.....er eitthvað fjör í því ?

Ólöf , 4.6.2007 kl. 21:19

3 Smámynd: Saumakonan

lol veit ekki hvort það er eitthvað gaman þar lengur en sem gamall "irkari" þá gat nú verið assgoti gaman að spjalla þar.

Var meira að spá í hvaðan í fjáranum ég kannast við þig og datt þá irkið í hug      Ég verð greinilega að halda áfram að pæla hehehe

Saumakonan, 4.6.2007 kl. 21:49

4 Smámynd: Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir

Þú mátt ekki vera búin að vinna allt of mikið þegar geithafurinn kemur, þú verður að hafa einhverja orku eftir, en það er náttla best að hafa gaman í vinnunni. Hafðu það gott

Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, 6.6.2007 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband