Föstudagur.

Dröslaði mér á lappir snemma og ákvað að fara út og klára það sem ég þurfti að gera fyrirhádegi þar sem það er ansi rigningarlegt og þá nenni ég ekki út labbandi nema nauðsyn séWhistling Fór loksins á pósthúsið með póstkort sem ég lofaði að senda ömmu og afa Geithafursins og skrapp svo í Nóa. Mér finnst eitt sárlega vanta hér í bænum núna og það er Krónan ég fór alltaf þangað og núna þegar hún er hætt að þá veit ég varla hvar ég á að versla. Það er náttúrlega sparnaður í þessu fyrir mig ...ég fer miklu minna í búðir þannig að kannski er þetta bara gott Undecided

Annars er ekkert á döfinni nema vinna og vinna næstu daga er að fara í 5 daga törn svo er einn frí og svo eru aðrir 5 dagar þannig að það verður nóg að gera. En svo er reyndar ormaafmæli um helgina....2 ára, ég kann nú bara varla orðið á að mæta í svoleiðis þar sem ormarnir sem ég passaði sem mest í gamla daga eru komnir yfir tvítugt Shocking Skelfilega er maður orðinn gamall !!! Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Saumakonan

humm... ertu nokkuð í mínum bæ?? hehehe    Krónan hvarf nefnilega héðan líka!

Saumakonan, 1.6.2007 kl. 16:39

2 Smámynd: Ólöf

Já það er spurning....hehehe kannski erum við bara nágrannar Hvar ert þú ? Ég er í Selfoss city

Ólöf , 1.6.2007 kl. 17:29

3 Smámynd: Saumakonan

lol þarft að keyra miiiiiklu lengra austur á bóginn ef þú ætlar að koma til mín

Saumakonan, 1.6.2007 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband