26.5.2007 | 21:09
..........
Hef ekki mikið að segja eins og er ! Þjáist af bloggleti á háu stigi ennþá. Er að vinna á fullu og ennþá er þetta bara gaman
Er að læra á breytingar og þessháttar en mér sýnist á öllu að þetta verði bara fínt sumar. Það er samt í mér löngun í heimaþjónustu starfið sem ég var í síðast því að mér fannst það alveg ótrúlega gaman og ég hitti svo mikið af hressu og skemmtilegu fólki. En eldhúsið er reyndar fínt líka og það er alltaf líf og fjör og oft mikið gaman...það munar alveg ótrúlega miklu að hlakka til að fara í vinnuna, allt annað en þegar maður getur bara ekki hugsað sér það ! Ég reyndi það þegar ég var í verslun til margra ára og ég held að það sé bara ekki sjens að ég geti farið í þannig starf aftur.

Athugasemdir
Velkomin heim á gamla frostpinnann. Ég er líka í einhverju blogg leti stuði svo ég skil þig svo vel. Kanski er þetta eitthvað sem er að ganga bara. Við tökum okkur á næstu daga bara.
Alvilda Gunnhildur Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 22:18
þetta er smitandi andskoti þessi bloggleti...
Saumakonan, 28.5.2007 kl. 08:57
Það er best þegar manni líkar vel í vinnunni, það er ekkert leiðinlegra en að gera eitthvað leiðinlegt
. Ég er að vinna úti í húsum og finnst það gaman og þar sem ég sef hjá forstjóranum fæ ég að ráða mínum vinnutíma
. Við verðum að fara að hittast aftur.
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, 28.5.2007 kl. 19:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.