21.5.2007 | 20:20
Bloggleti !!
Ég þjáist af bloggleti af háu stigi eins og er !! Hef haft nóg að snúast síðan ég kom heim árgangsmótið var bara alveg þræl skemmtilegt og ég sé ekki eftir að hafa farið þangað. Það var virkilega gaman að sjá fólk aftur sem maður hefur ekki séð í 20 ár og það er eiginlega ótrúlegt hvað fólk hefur lítið breyst.
Annars er bara nóg að gera ég er byrjuð að vinna og það var virkilega gaman að hitta liðið þar aftur í morgun. Hef reyndar ekki hitt nærri alla ennþá en þetta kemur bara hægt og rólega eins og að læra á allt sem gera þarf þar sem það er búið að breyta alveg slatta síðan ég var þarna síðast ! En sumarið leggst bara vel í mig svona fyrir utan haglél sem hefur verið að skemmta manni öðru hvoru síðan í gær
Athugasemdir
já, það er sko allra veðra von hér
Hvar ertu farin að vinna þetta sumarið ?
Sigrún (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 08:10
Ég er farin í eldhúsið aftur
Ólöf , 22.5.2007 kl. 16:29
oh, vildi að þú hefðir komið í mitt eldhús
Sigrún (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 19:34
Já Lölla það var sko gaman á bekkjarmótinu og það var virkilega gaman að hitta þig aftur. Ég held að þú hafir verið ein af fáum sem ég hef varla hitt í 20 ár sem voru þarna saman komin. En hvað ertu farin að vinna og verðurðu á Selfossi í sumar?
Knús, Magga Auður
margrét auður (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 00:25
Sigrún ég get sossum alveg komið í þitt eldhús á frídögunum mínum...ekki málið
Magga Auður já takk fyrir síðast þetta var reglulega gaman
en já ég ætla að vera á Selfossi í sumar.
Ólöf , 24.5.2007 kl. 09:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.