14.5.2007 | 13:01
Mánudagur.
Ekkert smá gott veður hér í dag eða reyndar alla helgina ! Það hefur verið um og yfir 30 stigin og rakinn eftir því enda er sko loftkælingin notuð óspart á nóttunni svo að hægt sé að sofa fyrir hita. Það verður meira en ljúft að fara úr rakanum
Amman niðri spyr mig daglega hvort ég sé virkilega að fara og hvort að ég komi ekki örugglega aftur, amman og afinn spurðu líka að því þegar ég hitti þau síðast og þau báðu mig um að fara ekki með Geithafurinn úr landi þegar ég gat ekki svarað dagsetningum. Þau notar á mann setningar eins og ég er 86 ára og hann er eina barnabarnið.....ég meina hvernig á að svara svona ...það er allavega soldið erfitt finnst mér
En ég ætla að fara út að labba í góða veðrinu ....ciao ciao
Athugasemdir
Sæl og blessuð . Ég er nú bara fyrst að átta mig á þessu núna, er geithafurinn kærastinn þinn?
En fyndið. Eða er ég að miskilja. Og býrðu hjá afanum og ömmu hans? Hlakka til að heyra betur frá þér á laugardaginn ljúfan.
Kær kveðja Magga Auður
margrét auður (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 20:04
Já Geithafurinn er kallinn minn og amma hans býr í sama húsi... eins gott að hafa nóga þolinmæði þegar kemur að Ítölskum ömmum
Ólöf , 14.5.2007 kl. 20:18
Það verður bara gaman að hitta þig aftur
. Ja, mér finnst amma mín slæm, enda frá þýskalandi en eftir því sem maður hefur heyrt eru ítalskar ömmur verri en allar aðrar
svo að ég dáist að þér og þolinmæði þinni. Byrjuð að drekka eina wiský og bryðja 50 gr af róandi fyrir næstu helgi
. Sjáumst
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, 14.5.2007 kl. 21:10
kvittikvitt á bloggrúnti.... mátt alveg senda smá af þessum hita hingað en bara SMÁ... vil ekki allt... bið bara um pínkupons... svona til að geta sagt að það sé sumar
Saumakonan, 15.5.2007 kl. 14:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.