Smælki.

Jæja lappi Geithafursins er nothæfur í augnablikinu þannig að ég notaði tækifærið og fékk smá afnot Wink 

Ekki það að það sé neitt fréttnæmt héðan eins og er, það gerist ákkurat ekkert þessa dagana. Ég reyndar skrapp í klippingu og strípur í morgun. Er búin að vera að pæla í því soldinn tíma en þar sem ég er skelfilega vanaföst og fer alltaf á sama stað heima að þá var ég að hugsa um að geyma þetta þar til á klakann væri komið. En þar sem ég var orðin eins og lukkutröll og það er árgangsmót daginn eftir að ég kem að þá gekk það eiginlega ekki Undecided Ekkert smá mikill léttir að losna við slatta af hárinu !! Mér leist nú ekkert of vel á hárgreiðslukonuna fyrst, þar sem hennar hár var eins og það hefði ekki komist í kynni við greiðu síðasta mánuð mér varð eiginlega um og ó. En hún var alveg asskolli fín og ég á örugglega eftir að fara til hennar aftur einhvertímann.

Það verður léttir að koma heim í ferskt loft þar sem það er skelfilega heitt hér þessa dagana og mikill raki þannig að það er eiginlega ólíft úti yfir hádaginn. Ég bíð ekki í hvernig júli og ágúst verða fyrst þetta er orðið svona núna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband