Laugardagur...

Frábært veður í dag ! Ég gat ekki hugsað mér að vera innandyra og spurði Geithafurinn seinni part dags þegar við vorum búin að vera á ferðinni að versla og vesenast hitt og annað hvort að hann væri ekki til í að fara til Casalborsetti í gönguferð á ströndinni og svo á bar/kaffihús sem er þar. Ekki var það nú vandamál það var frekar að hann væri hissa á að ég hefði stungið upp á þessu þar sem barir eru ekki beint mínir staðir og seinni part dags hér eru þeir aðallega bara fullir af köllum. Enda held ég að ég hafi verið eina kellan fyrir utan þær sem voru að vinna. En ég skemmti mér ágætlega við að sitja úti og hlusta á kallremburnar og að spila í spilakassa, ekki upp á peninga samt heldur er hægt að fara í spurningaleiki og spilaleiki. Eitthvað sem er alveg ekta ég Joyful Væri alveg til í að eiga einn svona kassa heima Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

wow þú heppin að vera á Ítaliu. hahah ég er að uppgötva það núna fyrst ég er svo vel með á nótunum. Ítalía hefur alltaf verið drauma landið mitt, ég meira að segja lærði ítölsku nokkuð lengi !!!!

Alvilda Gunnhildur Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 22:54

2 Smámynd: Ólöf

Já það er ekki slæmt að vera hér  En ég kem reyndar heim fljótlega og það verður fínt líka....langar í Íslenskan mat !

Ólöf , 6.5.2007 kl. 07:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband