Ekki er nú öll vitleysan eins.

 

Um kvöldmatarleytið í gærkvöldi fór sími Geithafursins að pípa til að minna hann á fund sem hann á að fara á í dag og þá kom upp í hugann atvik sem gerðist hér fyrir nokkrum vikum síðan.

Þannig var að eins og ég hef skrifað áður að þá þvoði ég símann hans um daginn...það var náttúrlega alveg óvart ! yfirleitt skoða ég í vasa áður en ég set í vél en í þetta sinn gerði ég það ekki. Ég vil reyndar meina að fólk eigi að tæma sína vasa sjálft en eins og oft er sagt að þá er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja  W00t  En Ok síminn var orðinn lélegur og það þurfti orðið að ýta fast á takkana til að fá hann til að virka en eftir þvottinn er hann eins og nýr...allir takkar virka og allt eins og nýtt. Spurning um að fara að taka að sér símaviðgerðir ??? 

En allavega nokkrum dögum eftir þvottinn kom Geithafurinn heim hundfúll og sagði við mig : með því að þvo símann þá skemmdirðu allt, það fer allt úr skorðum því að allt sem ég hafði sett í til minnis er dottið út, þú þvoðir minnið úr símanum ! og núna veit ég ekkert hvenær ég á að mæta og hvar, ég var með nokkur atriði inni sem ég verð að hafa þarna. Eitthvað fannst mér nú skrítið að minnisatriðin hefðu dottið út þar sem allt annað var inni sem áður var. En nei hann fór ekki ofan af þessu, það var allt farið fjandans til. Ég bað um að fá að skoða símann og það hafðist nú þótt hann væri nú ekkert áfjáður í að treysta mér fyrir honum. Ég skoða og finn þetta um leið. Rétti honum símann og segi er þetta ekki hér...úbbs jú það var víst rétt en þá hafði hann verið að leita í á vitlausum stað allan daginn og var því virkilega pirraður og náttúrlega lang handhægast að kenna mér um þetta. En eftir þetta hefur hann ekki minnst á símaþvottinn nema til að dásama það að allir takkar virki nú fínt. En ég á nú til að lauma því að honum þegar síminn byrjar að pípa hvor að þetta geti nokkuð staðist að hann sé að minna hann á eitthvað þar sem ég hafi þvegið minnið allt í burtu.Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband