28.4.2007 | 20:38
Bongóblíða.
Ekkert smá gott veður í dag ! Er ekki frá því að ég hafi tekið smá lit enda var verið á ferðinni í mest allan dag. Við þurftum að fara til Ravenna í eina enn læknaheimsókn en þessi tók stuttan tíma. Ég er farin að rata spítalann enda á milli held ég, enda búin að fara þarna ansi oft með Geithafrinum og svo náttúrlega með ömmu þegar hún var veik.
Annars hef ég orðið áhyggjur af þeirri gömlu. Hún ræður engan vegin við hjólið sitt gamla en samt tekur hún það með sér um allt og neitar að nota nýja létta hjólið. Hún er til dæmis núna öll blá og marin á fótunum eftir að hún datt með hjólið í vikunni. En hún er þrjóskari en allt sem þrjóskt er ! Ef að hún tekur eitthvað í sig að þá er því ekki breytt.
En jæja er að hugsa um að fara snemma að sofa þar sem ég svaf bara 4 tíma síðustu nótt og það er sko langt í frá nóg fyrir mig ! En ég bara varð að klára bókina sem ég var að lesa er nefninlega að lesa Ísfólkið aftur og ætla að geta klárað það áður en ég fer á klakann ...ekki nema 6 bækur eftir
Athugasemdir
Sæl og blessuð gamla skólasystir. Þetta er Margrét Auður. Ég hugsa að við höfum nú ekki sést í bráðum váá ég veit ekki hvað mörg ár.
Hvað ertu nú að gera á Ítalíu og kemurðu ekki heim á bekkjarmótið? Gaman að lesa bloggið þitt og ég ætla að fylgjast með ferðum þínum.
Kær kveðja og knús,
Magga Auður
margrét auður (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 13:51
kvittikvitt
(hvurnig væri að setja bara hjálpardekk á hjól kellu??) 
Saumakonan, 29.4.2007 kl. 16:01
Sæl Magga Auður. Já ég hugsa að það séu bara hátt í tuttugu ár síðan við höfum sést. Ekkert smá sem tíminn er fljótur að líða ! En jú jú ég kem á bekkjarmótið
En annars er ég á Ítalíu að elta Ítalann minn
Bestu kveðjur til þín 
Ólöf , 29.4.2007 kl. 16:01
Góð hugmynd Saumakona með hjálpardekkinn.....þarf að skoða það betur
Ólöf , 29.4.2007 kl. 16:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.