26.4.2007 | 10:01
...........
Ekki mín vika held ég bara !! Það virðist vera alveg sama hvað er allt gengur á afturfótunum. Var í morgun að týna til tau í þvott þá sá ég að tuska sem ég setti í óhreinatauskörfuna í gær lá á gólfinu og tók hana auðvitað upp og þá heyri ég bara....krackkk...... þá var einhver bévítans bjalla eða kakkalakki á henni sem ég náttúrlega tók á Ég henti öllu frá mér og lokaði herberginu. Lagði nú í að fara þar inn aftur áðan og sá ekkert dýr en úff held að ég taki þvottinn með töngum næstu daga ! Þetta vekur nefninlega upp minningar um risa köngulóna sem var í þvottinum einu sinni. Ég má ekki við svona snemma morguns
P.S. Sá eða sú sem verður númer 3000 má alveg skilja eftir kvitt
Athugasemdir
Lölla það á ekki að vera hrædd við kóngulær!! Annars var ég nr. 3007
Anna Þóra, 26.4.2007 kl. 19:22
3028
Brynja Hjaltadóttir, 26.4.2007 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.