Moskító

Þær eru komnar á kreik og farnar að skemmta sér við að gæða sér á mér Devil Mér er ekki skemmt !!!! Fór í göngu með hundinn og kom heim með vel bitna kinn. Skruppum svo aðeins til Casalborsetti þar sem uppáhalds barinn minn (ef ég get sagt svo, þar sem það vantar í mig áfengisgen) var að skipta um eigendur og þar var fullt af fólki og frír bjór í boði. Ég var reyndar ekki mjög lengi fékk mér einn kaffi og lét það duga þar sem ég var í flugnageri. Mikið skelfing hlýtur blóðið í mér að vera gott á bragðið þar sem ég er langmest bitin af öllum sem ég veit umCrying

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki málið að fá sér bara bjór eins og hinir ? Flugurnar eru bara svo glaðar að fá "hreint" blóð

Sigrún (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 19:30

2 Smámynd: Ólöf

Hehehe spurning um að prufa þetta og sjá hvernig það virkar....er búin að prufa allt annað held ég

Ólöf , 16.4.2007 kl. 08:52

3 identicon

Tíhíhí... varstu búin að sjá/frétta af þessari síðu ? http://www.argangur71.blog.is/blog/argangur71/  Ferlega hafið þið verið halló

Sigrún (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 14:05

4 Smámynd: Ólöf

Já var búin að sjá þetta takk  bara skelfilegar hárgreiðslur þarna

Ólöf , 16.4.2007 kl. 14:32

5 identicon

Ég held að ráðið við moskító sé að reykja , síðan ég hætti að reykja finnst öllum svona kvikindum ég ofsalega góð , en ég heæd að sé betra að vera étin en að reykja .  Hvenær kemurðu á klakann ?

jonah (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 16:07

6 Smámynd: Ólöf

Kannski spurning um að fara að reykja  held samt ekki ,held að það vanti í mig reykingargenin líka  En ég kem á klakann 18 maí

Ólöf , 16.4.2007 kl. 18:22

7 identicon

ætlar þú að fara á bekkjarmót? það er ótrúlegt að það séu 20 ár síðan við vorum gaggó   Mér finnst það bara vera svona fimm ár ..............kannski ekki  þegar maður er farin að telja gráu hárin

Jóna Heiðdís (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 08:35

8 Smámynd: Ólöf

Ég er sammála það er ótrúlegt að það séu 20 ár síðan !!! en já ég er að hugsa um að skella mér  Hvað með þig ?

Ólöf , 17.4.2007 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband