10.4.2007 | 19:02
Köngulær
Þessi árstími er ekki alveg að gera sig fyrir mig ! Það eru stórar köngulær á ferli hér þessa dagana. Á laugardaginn var ein í baðkarinu, ég fékk Geithafurinn til að taka hana en svo í morgun þegar ég kom fram í eldhús var þetta risa flykki upp við loft. Ég gat ekki hugsað mér að hafa hana þarna, ég hefði ekki getað farið þarna inn meira í dag ! En í þetta sinn gat ég ekki fengið Geithafurinn til að taka hana þar sem það þurfti að klöngrast til að ná henni. Vildi ekki hafa það á samviskunni að hann færi að rífa upp sauma við að kála könguló
Þannig að ég varð að redda þessu sjálf
....ætla rétt að vona að ég finni ekki fleiri svona flykki á næstunni !!!


Athugasemdir
Ég er fegin að þurfa ekki að eiga við svona kvikindi hér á klakanum
.
Bestu kveðjur úr kuldanum og köngulóaleysinu
Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir, 10.4.2007 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.