Matur

Ég er ein heima í dag þar sem Geithafurinn fór að grilla með vinum sínum þetta er eitthvað sem er alltaf á annan í páskum. En þegar ég er ein heima að þá heldur amma að ég geti ekki fengið mér að borða sjálf ! Hún hefur núna voðalega miklar áhyggjur af því að ég borði ekkert í dag. Hún var að bjóða mér í pasta en ég er búin að borða en hún trúir mér engan vegin, fyrir utan það að þá er ég alls ekki mikið fyrir pasta í kjúklingasoðiSick. Sama var upp á tengingnum í gær hjá henni þegar Geithafurinn var upp á spítala hún ætlaði að sleppa því að fara í mat sem henni var boðið í þar sem hún yrði að gefa honum að borða þegar hann kæmi heim. Alveg sama þótt ég væri að elda og gera tilbúin hádegismat á meðan.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband