7.4.2007 | 19:00
Langur Laugardagur
Þessi Laugardagur er búin að vera ansi langur ég er hálf drusluleg held að kjúllabuff sem ég borðaði í gær hafi ekki verið alveg að gera sig En þrátt fyrir það er ég búin að vera á fullu í mest allan dag, ég þurfti að fara á pósthúsið fyrir Geithafurinn í morgun og þar var reynt að láta mig kaupa geisladiska eða bækur. Þær sem eru í afgreiðslunni þar hafa varla tíma til að afgreiða mann með það sem maður er að gera þær reyna svo mikið aðselja manni allskonar dót. Enda reyni ég að fara þarna eins lítið og ég get. Svo þurfti ég að fara í blómabúð þar sem amma er búin að vera að segja mér tvisvar á dag síðustu vikur að hún eigi afmæli um páskana þannig að ég fór og keypti blómstur.
Er svo búin að fara í þrjár aðrar búðarferðir þar sem alltaf gleymdist eitthvað. En ein ferðin var reyndar vegna þess að okkur vantaði svínahakk í lasagna sem við ætlum að borða á morgun. Við höfðum keypt hakk í fyrradag og þegar við opnuðum það voru einhver plast stykki í því þannig að ég fór enn eina ferð í búðina hér og keypti nýtt hakk. Ég á samt voðalega erfitt með að kaupa þarna í kjötborðinu þar sem það fer svo í mig að það er allt tekið með höndunum. Hakkið er til dæmis tekið með smá skeið en svo er lúkan notið á móti og til að þjappa. Sem betur fór var enginn á eftir mér en það var einn á undan svo ég þurfti að bíða smá og var eitthvað að hugsa og var því annars hugar og þegar kom að mér að þá gat ég bara alls ekki munað hverning á átti að segja svín á ítölsku...ég mundi hakk og naut og allt annað en bara alls ekki svín Það eina sem mér datt í hug í stöðunni var að prufa að gera svínshljóð en sem betur fór kom orðið áður en ég gerði mig að algjöru fífli !! En þetta getur semsagt verið soldið snúið stundum...ég náttúrlega hugsa á íslensku, tala ensku við Geitafurinn og svo er ítalska í kringum mig og náttúrlega mállýskan sem er töluð í þorpinu þannig að þetta rennur stundum allt saman
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.