Skrítið ökulag

Við skruppum til Ravenna í morgun eldsnemma þar sem Geithafurinn þurft að hitta læknirinn. Sem betur fer fórum við snemma af stað að heiman þar sem rétt á undan okkur var stór flutningabíll. Þegar við komum að beygju afleggjara byrjar ballið flutningabíllinn ætlar að beygja en nær ekki beygjunni fyrr en í þriðju tilraun er búin að bakka og reyna og vera með allskonar tilfæringar og náttúrlega komin bílaröð á eftir. En málið er að þegar þú ferð þarna þarftu að fara undir brú sem er nú ekkert mjög há og það eru merkingar allstaðar sem gefa til kynna að svo sé, meira að segja með myndum og eitthvað sem þú keyrir undir sem rekst í bílinn ef hann er of hár sem það gerði ( veit ekki hvað það heitir). En áfram fer bíllinn og náttúrlega undir brúnni er allt fast og hann á báðum akreinum Shocking Eftir allskonar meiri tilfæringar þar sem hann getur lækkað bílinn að þá getur hann farið áfram með því að skrapa loftið á brúnni og náttúrlega stoppar svo allt aftur þegar hann er komin undan brúnni þar sem hann þurfti að hækka allt upp aftur....ég held svei mér þá að fólk sé sofandi í umferðinni !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að heyra frá þér, ég ætla sömuleiðis að fylgjast með þér og þínum skrifum

Kv

Jóna

Jóna Heiðdís (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband