3.4.2007 | 19:35
Það er nú það
Heldur skárri dagur í dag en síðustu dagar ! Það koma kallar á föstudagsmorguninn og þá ætti baðherbergið á neðri hæðinni að komast í lag. Ég vona það allavega þar sem á meðan þetta er svona er ekki heldur hægt að þvo þar sem þvottavélin er þarna inni.
Mesta málið í dag var að reyna að fá ömmu til að skilja að það væri ekki í lagi að nota þvottavélina. Geithafurinn lét hana vita í morgun en samt kallaði hún í mig seinni partinn til að vita hvort að það væri nú ekki í lagi að setja í eina vél....þetta væri svo lítið sem hún þyrfti að þvo Svo var hún með þvílíkar áhyggjur af því hvenær ég myndi svo þvo ég sagðist nú bara vera alveg róleg þetta myndi nú alveg reddast ef þetta kæmist í lag á föstudaginn þá myndi ég bara þvo þá eða um helgina. Ég vissi nú varla hvert hún ætlaði þá....það eru sko páskar um helgina og þá er maður ekki að þvo
. En ég geri það nú bara ef mér sýnist svo, ég er nú ekki mikil páska manneskja og geri nú bara það sem mér sýnist þá. Allavega núna þegar ég ræð mér sjálf
Man alltaf eftir páskum hér í denn þegar ég var var þvílíkt mikið að sauma út og mamma bannaði mér það og sagði að maður ætti ekki að gera handavinnu um páska ég varð þvílíkt móðguð og hef varla snert á handavinnu síðan
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.