2.4.2007 | 20:31
Allt öfugsnúið!
Stundum væri ágætt að geta bara lagst í hýði smá tíma Síðustu tveir dagar hafa eiginlega verið frekar öfugsnúnir. Í gær fór allt á flot í baðherberginu á neðri hæðinni, það þarf víst að fá einhverja kalla hingað til að laga dæmið....spurning hvort að þeir verða komnir fyrir næstu jól þar sem þeir eru yfirleitt ekki mjög snöggir hér! Það er eitthvað bilað hér fyrir utan þannig að þegar Gamlinn var að reyna að laga þetta í gær að þá náttúrlega fór smá mold inn í bílskúrinn og á tröppurnar er amma gamla búin að kvarta fram og aftur yfir því í dag. Alveg sama þótt ég reyndi að segja henni að það væri bilað þarna og það eigi að gera meira en nei nei, það er stundum eins og að reyna að tala við ljósastaur að tala við hana.
Í dag fóru allir vitlausu megin fram úr held ég og allt verið þvílíkt á afturfótunum ! Ég til dæmis þvoði síma Geithafursins Ég meina ef að föt eru sett í óhreinataus körfuna að þá myndi ég halda að það ættu ekki að vera fullir vasar en það eru ekki allir á sama máli. Síminn virkar samt núna eftir að hafa verið á ofnum í nokkra klukkutíma.
Ég ætla rétt að vona að næstu dagar verði skárri !! Eða kannski er bara best að leggjast undir feld fram yfir páska.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.