Tímaskyn

Við höfum þann sið hér á bæ að borða kvöldmatinn oftast um 7leytið ég byrjaði að elda um 6 eins venjulega og þegar Geithafurinn renndi í hlað rétt fyrir 7 að þá var allt að verða tilbúið. En hann kemur inn á öðru hundraðinu,horfir á pottana og segir æ eru farin að elda... ég er nefnilega ekki í mat i kvöld ég hringdi í þig í dag til að láta þig vita en þú bara svaraðir ekki. Eitthvað fannst mér það skrýtið þar sem ég var með gemsann hjá mér þar til ég byrjaði að elda, ég fer og kíki á símann og já hann hafði hringt 6 mín áður en hann kom heim Shocking  Ekki alveg í dag í mínum huga frekar rétt áðan. En ég allavega fékk meira en nóg af pasta og hann er núna á einhverjum veitingastað að éta hross....get reyndar ekki sagt að það hljómi spennandi í mínum eyrumFootinMouth


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

híhíhíhí... hann hringdi þó

Sigrún (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 19:50

2 Smámynd: Ólöf

hehehe nákvæmlega

Ólöf , 1.4.2007 kl. 07:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband