Laugardagskvöld

Hundleiðinlegt veður hér í kvöld rigning og rok ! Ég er ein heima þar sem Geithafurinn fór a barinn og sá Gamli er náttúrlega hjá felukonunni en amma var reyndar að koma heim á neðri hæðina. Hún var samt næstum því búin að hræða úr mér líftóruna áðan !! Ég var í mestu makindum að horfa á sjónvarpið þegar skólabjalla byrjar að hringja, alveg svona ekta skólabjalla. Mér náttúrlega krossbrá enda vissi ég ekki betur en að ég væri heima en ekki stödd í einhverju skólahúsnæði. Ég fór nú að leita að upptökum látanna og já þá var það sú gamla sem lá á einhverri bjöllu þar sem hún vildi að ég kæmi og talaði við sig...eða hún vildi láta loka hlera sem var opinn hér á efri hæðinni. Hún er nú vön að kalla bara Alííííí þangað til ég svara og það er betra heldur en að það sé bara hringt á mann Woundering

Annars gerist ekki mikið hér nema að í nótt missir maður einn klukkutíma þar sem klukkunni er flýtt. Spurning um að fara snemma að sofa Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var einmitt að spá í þetta með klukkuna, mann vantar nú frekar nokkra tíma heldur en að geta misst  en þetta er auðvitað mjög sniðugt þegar einn bætist við

Sigrún (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband