19.3.2007 | 09:46
Enn einn...
...mánudagurinn runninn upp. Þessi helgi var ansi róleg hér á bæ. Það var frábært veður og mikið af fólki á ferðinni en í dag er eins og það sé komið haust það er dimmt yfir kalt og rok og það ansi mikið, því það fjúka hér trjágreinar um allar götur.
Ég er vonandi að fá betri nettengingu á næstu dögum ! Það væri bara yndislegt að þurfa ekki að bíða í lengri tíma til að fá upp hverja síðu, og að losna við að aftengjast ef að amma tekur upp tólið eða ef að einhver hringir eins og þetta er núna. Það hefur ansi oft komið fyrir að ég er að ná í dagskrána ( og það tekur frá 20 mín til 40 mín á góðum degi ) og þá tekur sú gamla upp tólið oft ekkert til að fara að hringja heldur bara er kannski að þurrka af símanum en þá náttúrlega dettur allt út hjá mér. En þetta er vonandi allt til bóta
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.