14.3.2007 | 10:37
Sumir dagar !!
Já suma daga væri gott að geta bara breytt yfir haus og látið þá líða hjá þannig ! Í gærmorgun byrjaði ballið þegar ég fór niður að þvo þvott amma gamla kom á öðru hundraðinu og svo er bara grátið og grátið, það var nú reyndar ekkert alvarlegt heldur bara það að henni finnst vera of mikið drasl í herbergi inn af bílskúrnum en pabbi Geithafursins notar það sem smíða verkstæði. Það er borð fullt af spýtum og svo kemur náttúrlega ryk af þessu en þetta er herbergi sem hann notar og hún reyndar á ekkert að vera í þannig að það þýðir nú ekki mikið að eyða orkunni í að gráta yfir þessu.
Svo í morgun ætlaði ég að byrja á vorhreingerningunni en þegar ég vaknaði var ég með þvílíkt ofnæmi og þótt ég sé búin að taka ofnæmislyf að þá græt ég stanslaust með öðru auganu og er virkilega pirruð. Semsagt ég fer ekki í ryk í dag....sé til á morgun. Til að toppa svo morgunin að þá virka blöndunartækin í baðinu ekki sem skyldi ég dag og það er rétt hægt að fá smá vatnsdreytil....semsagt allt til að skemmta mér í dag
Ég væri reyndar alveg til í að vera heima á klakanum í dag og heimsækja ömmu á 80 ára afmælinu hennar ! Vonandi kemur að því einhvertímann að ryanair fari að fljúga til Íslands svo að það sé hægt að kaupa flugmiða án þess að borga morðfjár
Athugasemdir
Grátið?? Hvað ef eitthvað verulega sorglegt gerist? Jahérna þessir Ítalir
Brynja Hjaltadóttir, 14.3.2007 kl. 19:49
Já þeir eru sér þjóðflokkur
Ég hef sem betur fer ekki verið vitni af neinu verulega sorglegu, ég býð eiginlega ekki í táraflóðið sem yrði þá.
Ólöf , 14.3.2007 kl. 20:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.