13.3.2007 | 20:48
Bakstur.
Ég ákvað að prufa ofninn í dag og gerði spesíur, best að byrja á einhverju einföldu og þær tókust bara vel. Allavega er Geithafurinn búinn að hakka þær í sig og svo var amma gamla ansi ánægð að fá disk fullan af kökum Núna er ég komin í algjört bakstursstuð og væri alveg til í að baka meira strax í kvöld en ég held ég láti það bíða maður hefur víst ekki gott af miklu kökuáti.
Athugasemdir
Uss, þú hefðir nú alveg mátt senda nokkrar kökur til mín
Bestu kveðjur til Ítalíu *dreym* heppin þú að vera þar
kveðja, Sigrún
Sigrún (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 08:37
Hehehe ég er nú ekki viss um að þær yrðu í góðu ástandi eftir viku eða tvær í póstinum
Ólöf , 14.3.2007 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.