8.3.2007 | 22:45
Ekkert...
.....að gerast hér þessa dagana, nema sjónvarpsgláp á kvöldin þar sem þessa dagana er alveg óvenjulega mikið sem hægt er að horfa á. Það verða allavega tvö föst sjónvarpskvöld hér á næstunni Mánudagar og Miðvikudagar þar sem það var verið að byrja að sýna Prison Break og Desperate Housewives og það er náttúrlega nauðsynlegt að glápa á þetta. Plús ýmislegt annað sem er í boði önnur kvöld.
Ennþá er vor í lofti og vonandi fer ekki að kólna aftur þar sem þetta er mjög fínt svona.
Hitadæmið í húsinu er eitthvað klikkað þessa dagana og eins og er, er slökkt á öllu þar sem að hitinn var kominn hátt í 25 stig og fór hækkandi og það var ekki nokkur leið að minnka við, þannig að það eina í stöðunni var bara að slökkva Vonandi kemst þetta samt í lag fljótlega þar sem það er ekki mjög spennandi að hafa ekkert heitt vatn.
Athugasemdir
Viltu ekki bara boðslykil á torrent.is? Þá þarftu aldrei að bíða eftir þessum þáttum.
Brynja Hjaltadóttir, 10.3.2007 kl. 20:11
Ef ég hefði góða tengingu myndi ég sko þiggja það ! En mín er svo slow að ég get ekki náð í neitt, ekkert gaman
Ólöf , 10.3.2007 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.