6.3.2007 | 13:50
Eitt og annað.
Þá er nýja eldavélin komin í hús en ekki verður eldað á henni fyrr en um helgi þar sem að það þarf að færa til skáp áður en hún verður sett upp og það verður gert um helgina. En þetta verður lúxus þegar allt verður komið á sinn stað.
Hundspottið hér gerði ljótan grikk í gær. Ég var að fara út með ruslið sem er nú ekki í frásögur færandi og Amma var úti að sópa stéttina og bað mig að taka poka fyrir sig líka, og um leið og hún segir það lítur hún upp og sér inn í bílskúr og svo er bara kallað Poldo (nafnið á hundinum) Var hann þá búinn að ná í ruslið frá henni og dreifa um allt gólf....ekki beint spennandi !
Annars er ennþá bara vorveður og alveg yndislegt að vera úti að ganga, ég fór langan hring í gærkvöldi og það var mjög hressandi og friðsælt þar sem það eru yfirleitt ekki margir á ferðinni hér í bænum á kvöldin.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.