Sprungin blaðra

Það má eiginlega segja að ég sé eins og sprungin blaðra eins og er. Við fórum að versla um 10 í morgun og þvílík traffic sem var í búðinni þótt það væri stutt síðan opnaði. Það var labbað yfir mann og á mann og ekki hægt að komast áfram nema hænufet. En sem betur fer eftir þessa ferð að þá þarf ég líklega ekki að fara í búð næstu vikuna enda höfum við sjaldan keypt eins mikið í einni ferð og í dag!

Veðrið er ennþá alveg yndislegt.....ég veit ekki hvað maður er að pæla að vera inni í tölvunni en ekki úti að njóta þess. Það versta er að núna fara öll skordýrin að vakna,og ég get ekki sagt að það sé eitthvað til að hlakka til Errm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband