27.2.2007 | 13:44
Vor í lofti
Já það má eiginlega segja að það sé vor í lofti hér eins og er enda eru margir farnir í garðana í vorverkin. Litlu eðlurnar eru meira að segja að lifna við sem er víst mun fyrr en oft áður.
Annars er ekkert að gerast hér Geithafurinn varð að fresta frídeginum þar sem það eru veikindi í vinnunni hjá honum þannig að amma verður að bíða í nokkra daga í viðbót eftir nýju hjóli.
Ég er reyndar hálf í lamasessi síðan í morgun að ég fór út með ruslið, ég missteig mig og sit núna með bólgin ökla þar sem auðvitað var þetta löppin sem ég brotnaði á um árið. Semsagt mikið fjör hér eins og er
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.